Vortónleikar Breiðfirðingakórsins 2024

vortonleikar2024

 

Sameining félaga og ný stjórn

Eins og félagsmönnum er kunnugt um þá hafa staðið yfir viðræður um sameiningu Barðstrendingafélagsins og Breiðfirðingafélagsins í nokkurn tíma. Sameiningartillaga var lögð fyrir aðalfundi félaganna í febrúar s.l. og samþykkt af hálfu félagsmanna beggja félaga. Í kjölfarið var efnt til framhalds aðalfundar í hinu sameinaða félagi þann 14. mars, þar sem ný stjórn var kjörin af félagsmönnum. Fyrstu verkefni nýrrar stjórnar verða að skipta með sér verkum, skipuleggja starfsárið og halda áfram vinnunni við sameininguna.

Nýja stjórn sameinaðs félags skipa:
Steinunn Margrét Sigurbjörnsdóttir, formaður
Ásthildur Sóllilja Haraldsdóttir
Guðný Dóra Gestsdóttir
Haukur Sigvaldason
Lísa Margrét Sigurðardóttir
Ólína Kristín Jónsdóttir
Ólöf Inga Guðbjörnsdóttir

Varamenn eru:
Guðrún Þorleifsdóttir
Helgi Sæmundsson
Sigurbjörn Einarsson
Sigurjón Björn Sveinsson

 

 

 

Aðalfundarboð 2024

Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins verður haldinn í Breiðfirðingabúð mánudaginn 26. febrúar 2024 og hefst kl. 20:00.

Sjá nánarAðalfundur 2024

Framhalds aðalfundur í sameinuðu félagi

Breiðfirðingafélagið boðar til framhalds aðalfundar í kjölfar samþykkis samruna Barðstrendingafélagsins og Breiðfirðingafélagsins.

Sjá nánarFramhalds aðalfundur

Sala á miðum á þorrablótið

Hægt verður að greiða fyrir pantaða miða á þorrablótið í Breiðfirðingabúð, miðvikudag 24. janúar og mánudag 29. janúar kl. 17.00 - 19.00

Additional information