trippel c s piller http://norgepiller.com/kjop-cialis/ hvor lenge du vil beholde medisinske poster

Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

Sumarferð

Sumarferð félagsins var farin að Skildi við Stykkishólm dagana 26. til 28. júní.

Góð mæting var í ferðina og voru um 100 manns í matnum á laugardagskvöldið. Veðrið var  mjög gott. Á föstudagskvöldið var leikið á harmonikkur, gítar, trommur og munnhörpu, bæði úti og inni. Um hljóðfæraleik sáu þau Auður Baldursdóttir, Bjarni Karvelsson, Birgir Kristjánsson, Elsa Kristjánsdóttir, Erlingur Snær Guðmundsson og munnhörpuleikarinn Þorsteinn Ingimundarson. Á laugardaginn var farið að Bjarnarhöfn, þar sem kirkjan var skoðuð og sagði Hildibrandur Bjarnason frá henni. Síðan var safnið skoðað og þar var boðið upp á hákarl og harðfisk. Síðan var haldið til Grundarfjarðar og drukkið kaffi á útisvæðinu við sundlaugina. Um kvöldið var grillað að venju og eftir það var spilað og sungið þar til sól gekk til viðar. Hægt er að skoða myndir frá hátíðinni hér.

Fyrir hönd stjórnar félagsins vil ég þakka öllum fyrir komuna, með kveðju Snæbjörn Kristjánsson, formaður.

Additional information