trippel c s piller http://norgepiller.com/kjop-cialis/ hvor lenge du vil beholde medisinske poster

Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

Fréttabréf BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS 5. tbl. sept 2013 19. árg. er komið út.

 

Fréttabréf  

BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS

Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511

5. tbl. sept 2013 19. árgangur

Ábyrgðarmaður Snæbjörn Kristjánsson

 

Kæru félagsmenn

 

Þá er sumarið brátt á enda og v í Breiðfirðingafélaginu vitum að með hausti færist líf í starfsemi félagsins eftir sumarfrí. Félagsstarfinu lauk formlega í maí en 4. júní var farið í Heiðmörkina. Sumarferð Breiðfirðingafélagsins 2013 var farin að Logalandi í Borgarfirði dagana 21. - 23. júní. Alls mættu 97 í ferðina og þar af var 21 yngri en 14 ára. Margir mættu á  föstudeginum og var komið saman í húsinu um kvöldið. Þar var mikið spjallað og síðan léku Birgir Kristjánsson og Erlingur Snær Guðmundsson á harmónikkur. Á laugardaginn var ekið að Barnafossi og síðan upp í Húsafell. Þaðan var ekið að Lauftungurétt og drukkið kaffi. Síðan var farið að Deildartunguhver. Eftir ferðina var spilað bingó. Síðan var grillað að vanda og tókst það mjög vel. Eftir grillið var boðið upp á söng og sagðir brandarar. Þá kom hljómsveitin Bræðrabandið og skemmti fram á nótt.

 

Í haust eru tímamót hjá Breiðfirðingafélaginu en eins og allir vita þá var félagið stofnað þann 17. Nóvember 1938 og verður því 75 ára. Afmælisvikan verður að vera veglegri í tilefni afmælisins og er þegar hafinn undirbúningur að því. Á fundi þeirra átthagafélaga sem stóðu að spurningakeppninni síðasta vetur var ákveðið að halda henni áfram í vetur og verður hún hér í Breiðfirðingabúð eftir áramótin, enda var mikil ánægja með aðstöðuna og framkvæmdina og vil ég þakka okkar fólki fyrir gott vinnuframlag.

 

Félagsvistin gekk mjög vel á síðasta starfsári og eftir áramót var spilað á allt að 25 borðum. Þar sem félagsvistin er spiluð á hverjum sunnudegi væri gott ef einhverjir félagsmenn væru tilbúnir að taka þátt í að sjá um undirbúning. Nú eru fjórir hópar sem hafa skipt þessu á milli sín en þegar spilað er á yfir 20 borðum veitir ekki af að fjölga í hópunum.

 

Prjónakaffið hefur gengið mjög vel og þar mæta jafnt ungir sem aldnir. Vonandi verður það til þess að þetta unga fólk taki tryggð við félagið og gerist félagsmenn. Nú hefur komið ósk frá Dýrfirðingafélaginu um að félagsmenn þeirra fái að koma til okkar í prjónakaffið og verður það auglýst í þeirra fréttabréfi.

 

Stjórn félagsins hefur ákveðið að leggja af vetrar- og vorfagnaði þar sem aðsókn hefur verið mjög lítill.

 

Kær kveðja

 

Snæbjörn Kristjánsson, formaður

 

 

 

Bridge:

 

Við Breiðfirðingar og fleiri ætlum að spila á sunnudögum í vetur eins og áður. Fyrsta spilakvöldið er 15. september kl. 19.00 í Breiðfirðingabúð. Ekki þarf að skrá sig heldur einungis að mæta þegar ykkur langar til. Við ætlum að vera mjög umburðalynd og því er tækifæri fyrir þá sem óvanir eru að spila bridge að koma og æfa sig.

 

Æfingagjaldið er kr. 800.- pr. kvöld og er kaffi innifalið í verðinu.

 

 

 

Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð

 

Fram til áramóta verður prjónakaffið annan hvern mánudag, kl. 20:00 og byrjað verður 16. sept. og síðan dagana 30. sept., 14. okt., 28. okt. 11. nóv. og 25. nóv. Upplýsingar gefa Erla í síma 898-6747 og Sæunn í síma 864-2201.

 

Takið með ykkur handavinnuna og/eða sjáið hvað verið er að gera. Kaffi og gos verður til sölu.

 

Félagsvist verður spiluð eftirtalda sunnudaga:

22. sept             Félagsvist stakur dagur

29. sept             1. dagur í fjögurra daga keppni

  6. okt.             2. dagur í fjögurra daga keppni

13. okt.             3. dagur í fjögurra daga keppni

20. okt.             4. dagur í fjögurra daga keppni

27. okt.             Félagsvist stakur dagur

  3. nóv.           1. dagur í fjögurra daga keppni

10. nóv.           2. dagur í fjögurra daga keppni

17. nóv.           3. dagur í fjögurra daga keppni

24. nóv.           4. dagur í fjögurra daga keppni

Spilin hefjast alla dagana stundvíslega kl. 14:00

Fyrstu verðlaun kvenna og karla verða kr. 4.000,- og önnur verðlaun kr. 2.500,- auk þess fær sá sem oftast situr við sama borð svolitlar sárabætur.

Í fjögurra daga keppni eru spilaðir fjórir dagar, en þrír bestu gilda við útreikning stiga. Veitt eru heildarverðlaun að verðmæti kr. 10.000,- fyrir fyrsta sætið og kr. 5.000 fyrir annað sætið.

Sá sem verður hæstur eftir veturinn í heild mun fá sérstakan glaðning, eins konar heiðursverðlaun í vor.

Góðar kaffiveitingar eru eftir spilin. Miðaverð er kr. 1000,-.

Afmælisvikan:

10. – 17. nóv. Afmælisvika félagsins verður auglýst síðar.

Aðventudagur:

1. des. Aðventudagur fjölskyldunnar hefst kl. 14:30.

Jólaball:

28. des. Jólatrésskemmtun fyrir alla fjölskylduna kl. 14:30.

Helstu atriði dagskrár eftir áramót:

25. jan.   Árshátíð á Þorra. Takið kvöldið frá strax.

1. mars. Dansleikur og skemmtun Breiðfirðingakórsins

5. apríl.   Páskabingó, kl 14:30

4. maí.   Dagur aldraðra, kl 14:30

3. júní.   Gróðursetningarferð í Heiðmörk.

27. til 29. júní. Sumarferð félagsins.

 

Breiðfirðingakórinn

Nú þegar sumarið er senn á enda mun Breiðfirðingakórinn hefja sitt 17. Starfsár undir stjórn Julians M. Hewlett og verða æfingar á miðvikudagskvöldum kl. 19:30 í Breiðfirðingabúð. Veturinn mun einkennast af miklu tónleikahaldi og mun léttleikinn verða í fyrirrúmi.   19. og 20. október mun kórinn taka þátt í kórahátíð í Hörpunni, síðan eru það okkar margrómuðu jólatónleikar 15. desember og árinu er síðan lokað með vortónleikum en dagsetning liggur ekki fyrir. Að auki mun kórinn syngja líkt og áður á aðventudegi fjölskyldunnar og degi aldraðra hjá félaginu.   Við ætlum ekki bara að syngja í vetur heldur líka skemmta okkur aðeins. 16. nóvember verður kórinn með bjórkvöld og 1. mars verður okkar víðfræga kórball. Af þessu má sjá að kórstarfið í vetur verður öflugt og skemmtilegt. Kórinn getur enn bætt við sig röddum en áhugasamir geta haft samband við Julian kórstjóra í síma 699-1967 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

 

Félag Breiðfirskra kvenna

Fundur félags Breiðfirskra kvenna, verður haldinn mánudaginn 7. okt. kl. 20,00 í Breiðfirðingabúð. Þórhallur miðill verður með skyggnilýsingar.

 

 

 

 

 

Additional information