trippel c s piller http://norgepiller.com/kjop-cialis/ hvor lenge du vil beholde medisinske poster

Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

Fréttabréf BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS 1. tbl. janúar. 2014 20. árg. er komið út.

 

Fréttabréf  

BREIÐFIRÐINGAFÉLAGSINS

Faxafen 14. 108 Reykjavík S: 581-4511

1. tbl. jan. 2014 20. árgangur

Ábyrgðarmaður Snæbjörn Kristjánsson

 

Gleðilegt nýtt ár

Kæru félagar, ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegs árs og þakka ánægjulegar samverustundir á nýliðnu ári.

Félagsvistin hefur ekki verið líflegri um langan tíma og hefur verið spilað á allt að 22 borðum. Aðsókn að Bridge var góð á liðnu hausti. Prjónakaffið var vel sótt fram að ármótum og hefst aftur 13. janúar.

Breiðfirðingakórinn hélt sína árlegu jólatónleika í Fella- og Hólakirkju þann 15. desember og síðan söng kórinn við messu á aðfangadagskvöld í Fella– og Hólakirkju. Jólaskemmtunin var haldin á 28. desember, aðsóknin var ágæt og var ánægjulegt að yngra fólk koma með börnin á skemmtunina. Félagar úr Breiðfirðingakórnum sáu um tónlist og uppákomur. Tveir jólasveinar mættu á skemmtunina.

Árshátíð á þorra verður haldin í Breiðfirðingabúð laugardaginn 25. janúar. Sjá nánar á baksíðu. Aðalfundur félagsins verður síðan haldinn fimmtudaginn 20. febrúar n.k. en dagskrá hans verður auglýst nánar í næsta fréttabréfi. Ég hvet félagsmenn til að hafa samband við félaga í kjörnefnd, hafi þeir áhuga eða vita um einhvern sem hefur áhuga á að gefa kost á sér í stjórn félagsins fyrir 6. febrúar. Kjörnefnd skipa þau: Benedikt Egilsson, s: 824-8402, Bjarnheiður Magnúsdóttir, s: 862-0546 og Guðmundur Theodórs s: 894-0328.

Það hefur lengi verið vandamál að fá fólk til starfa fyrir félagið. Ég var að lesa í fréttabréfi frá febr. 2001, þar sem fram kemur: “Það er mikið í húfi fyrir sérhvert félag að til forystu sé valin sterk og framsækin stjórn, sem hefur vakandi auga fyrir vilja hins almenna félaga” og síðar kemur fram: “Það sem að mínu mati háir félaginu mest er skortur á yngra fólki til starfa og stjórnunar. Hér á ég við fólk á aldrinum 25 til 50 ára.” Ég óska eftir því að þeir sem gagnrýndu núverandi stjórn harðlega á síðasta aðalfundi, fyrir að laða ekki unga fólkið að félaginu, að aðstoða kjörnefnd við að finna fólk til að gefa kost á sér í stjórn. Það er til umhugsunar að fyrir síðasta aðalfundi náðist ekki að uppfylla lágmarkskröfur um fjölda þeirra sem gáfu kost á sér á kjörlistann, samkvæmt 13. gr. í lögum félagsins.

Kær kveðja

Snæbjörn Kristjánsson, formaður

Spurningakeppni átthagafélaganna:

Spurningakeppni átthagafélaganna hefst fljótlega í febrúar og verður nánar um það í næsta fréttabréfi og á heimasíðu félagsins This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Bridge:

Við Breiðfirðingar og fleiri ætlum að spila á sunnudögum í vetur eins og áður. Fyrsta spilakvöldið er 5. janúar kl. 19.00 í Breiðfirðingabúð. Ekki þarf að skrá sig heldur einungis að mæta þegar ykkur langar til. Við ætlum að vera mjög umburðalynd og því er tækifæri fyrir þá sem óvanir eru að spila bridge að koma og æfa sig.

Æfingagjaldið er kr. 800.- pr. kvöld og er kaffi innifalið í verðinu.

12. Janúar   Tvímenningur  

19. Janúar   Tvímenningur keppni 1 af 4

26. Janúar   Tvímenningur keppni 2 af 4

  2. Febrúar Tvímenningur keppni 3 af 4

  9. Febrúar Tvímenningur keppni 4 af 4

16. Febrúar Tvímenningur  

23. Febrúar Hraðsveitakeppni 1 af 3

  2. Mars     Hraðsveitakeppni 2 af 3

  9. Mars     Hraðsveitakeppni 3 af 3

16. Mars Tvímenningur  

23. Mars Tvímenningur keppni 1 af 3

30. Mars Tvímenningur keppni 2 af 3

  6. Apríl Tvímenningur keppni 3 af 3

13. Apríl Páskamót/Barómeter  

27. Apríl Tvímenningur keppni 1 af 3

  4. Maí   Tvímenningur keppni 2 af 3

11. Maí   Aðalfundur/tvímenningur

Prjónakaffi í Breiðfirðingabúð

Prjónakaffið verður annan hvern mánudag, kl. 20:00 og byrjað verður 13. janúar. og síðan dagana 27. jan., 10. febr., 24. febr. 10. mars., 24. mars og 7. apríl. Upplýsingar gefa Erla í síma 898-6747 og Sæunn í síma 864-2201.

Félagsvist verður spiluð eftirtalda sunnudaga:

12. jan  1. dagur í fjögurra daga keppni

19. jan  2. dagur í fjögurra daga keppni

26. jan  3. dagur í fjögurra daga keppni

  2. febr 4. dagur í fjögurra daga keppni

  9. febr     Félagsvist stakur dagur

16. febr 1. dagur í fjögurra daga keppni

23. febr 2. dagur í fjögurra daga keppni

2. mars 3. dagur í fjögurra daga keppni

9. mars 4. dagur í fjögurra daga keppni

16. mars Félagsvist stakur dagur

23. mars 1. dagur í fjögurra daga keppni

30. mars 2. dagur í fjögurra daga keppni

6. apríl 3. dagur í fjögurra daga keppni

13. apríl 4. dagur í fjögurra daga keppni

Spilin hefjast alla dagana stundvíslega kl. 14:00

Fyrstu verðlaun kvenna og karla verða kr. 4.000,- og önnur verðlaun kr. 2.500,- auk þess fær sá sem oftast situr við sama borð svolitlar sárabætur.

Í fjögurra daga keppni eru spilaðir fjórir dagar, en þrír bestu gilda við útreikning stiga. Veitt eru heildarverðlaun að verðmæti kr. 10.000,- fyrir fyrsta sætið og kr. 5.000 fyrir annað sætið.

Sá sem verður hæstur eftir veturinn í heild mun fá sérstakan glaðning, eins konar heiðursverðlaun í vor.

Góðar kaffiveitingar eru eftir spilin. Miðaverð er kr. 1000,-.

Helstu atriði dagskrár eftir áramót:

25. jan.   Árshátíð á Þorra. Takið kvöldið frá strax.

1. mars. Dansleikur og skemmtun Breiðfirðingakórsins

5. apríl.   Páskabingó, kl 14:30

4. maí.   Dagur aldraðra, kl 14:30

3. júní.   Gróðursetningarferð í Heiðmörk.

27. til 29. júní. Sumarferð félagsins.

Árshátíð á þorra

Hin árlega árshátíð Breiðfirðingafélagsins á þorra verður haldin í Breiðfirðingabúð, laugardaginn 25. janúar 2014.

Borðhald hefst stundvíslega kl. 20:00, en húsið verður opnað kl.19:00.

Veislustjóri verður Þorgrímur Guðbjartsson.

Það verður spennandi að sjá hvað Þorgrímur gerir.

Hljómsveitin Traustir vinir leikur fyrir dansi til kl. 02:00.

Miðaverð er kr. 6.000 kr.

Þeir sem einungis koma á dansleikinn greiða kr. 2.000.

Miðapantanir hjá Þresti Elíassyni í síma 892-3068.

Miðasalan fer síðan fram í Breiðfirðingabúð sunnudaginn 19. janúar frá kl.16:30 til 18:30.

Einnig er hægt að sækja miða miðvikudaginn 22. janúar frá kl. 19:00 - 20:30.

Miðar sem ekki hafa verið sóttir í síðasta lagi 22. janúar verða seldir öðrum.

Félagsmenn Breiðfirðingafélagsins og gestir þeirra hafa forgang að miðum til 19. janúar.

 

 

 

 

 

 

Additional information