Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu

Kæru Breiðfirðingar

Nú er vetrardagskrá Breiðfirðingafélagsins að hefjast.

Spiluð verður félagsvist á sunnudaginn 20. september kl. 14 og síðan bridge kl. 18:30. Þetta verður svo vikulega næstu vikurnar ef kófið verður hamið eins og nú er.

Prjónakvöldin verða svo annan hvern mánudag kl. 19:30 og hefjast 5. október.

Við verðum auðvitað í Breiðfirðingabúð og allir eru velkomnir.

Sjáumst þar! Með félagskveðju,

Ingibjörg

 

Additional information