Annan hvern fimmtudag er spiluð félagsvist í Breiðfirðingabúð, klukkan 19:30. Næst á morgun, 6. nóvember. Það eru allir velkomnir, vant spilafólk og nýgræðingar; félagsmenn og aðrir. Það er bara ein regla á þessum kvöldum: Allt nöldur yfir spilamennsku annarra er bannað! Peningaverðlaun eru í boði á hverju kvöldi og í lok hvers misseris eru veitt vegleg verðlaun fyrir hæsta karl og hæstu konu yfir samanlögð 4 kvöld af 6. Við hvetjum alla til að mæta, þetta gæti ekki verið ei
Enn er von á góðum gesti á prjónakvöldið okkar. Íris Hlín Vöggsdóttir, hönnuður Voggsknit hefur meðal annars hannað peysurnar Jólagleði og Heiðmörk. Hún er frá Ólafsvík og þvi vel við hæfi að hún komi í heimsókn á prjónakaffi Breiðfirðingafélagsins.
Sæl verið þið öll, Það er alltaf nóg um að vera hjá Breiðfirðingafélaginu og frábærir félgasmenn sem halda uppi alls konar viðburðum. Kórinn æfir 2-3 í viku og alltaf hægt að bæta við röddum þar verið ófeimin að hafa samband. https://www.bf.is/post/brei%C3%B0fir%C3%B0ingak%C3%B3rinn-2025-2026 Bridge er spilað á hverju sunnudagskvöldi kl 18 þar eru allir hjartanlega velkomnir. Aðgangseyrir 1.500 kr kaffi á könnunni. Pjónakvöld eru annan hvern mánudag kl 19:30 aðgangseyrir