Breiðfirðingafélagið 87 ára í dag
- olinak9
- 1 day ago
- 1 min read
Til hamingju með daginn kæra félagsfólk og aðrir velunnarar. Breiðfirðingafélagið var stofnað þennan dag árið 1938, það styttist í stórafmæli!
Sex árum eftir stofnun félagsins klauf hópur sig úr félaginu og stofnaði Barðstrendingafélagið sem nú hefur aftur sameinast Breiðfirðingafélaginu. Stór hluti þessa klofnings var sú að vestur Barðastrandarsýsla heldur áfram upp Vestfjarðakjálkann og tilheyrir því ekki Breiðafirði í bókstaflegri merkingu.
Félagið er því ansi víðfeðmt, allt norðanvert Snæfellsnesið, Dalirnir, austur og vestur Barðastrandarsýslur, allt norður í Arnarfjörð.
En af hverju ætti ungt fólk að ganga í þetta gamla félag? Eru átthagafélög að verða úrelt?
Svar mitt er nei. Meðan fólk flytur úr sveitunum er þörf fyrir vettvang til að hlúa að rótum okkar. Hversu margir hafa ekki sagt einhverntímann: Nú verðum við að fara að hittast!
Og Breiðfirðingafélagið er vettvangur til að hittast án mikillar fyrirhafnar.
Gömlu bekkjarfélagarnir geta mælt sér mót á prjónakvöldi, spilað félagsvist, brigde, mætt á bingó, kótelettukvöld, aðventukaffi eða þorrablót. Jafnvel farið saman í kór.
Við tökum gjarnan við ábendingum og uppástungum um hvað við getum gert meira og öðruvísi. Ekki hika við að hafa samband.

_edited_edited_edited_edited.jpg)


Comments