top of page

Félagsvist er góð skemmtun

Annan hvern fimmtudag er spiluð félagsvist í Breiðfirðingabúð, klukkan 19:30. Næst á morgun, 6. nóvember.

Það eru allir velkomnir, vant spilafólk og nýgræðingar; félagsmenn og aðrir.

Það er bara ein regla á þessum kvöldum: Allt nöldur yfir spilamennsku annarra er bannað!

Peningaverðlaun eru í boði á hverju kvöldi og í lok hvers misseris eru veitt vegleg verðlaun fyrir hæsta karl og hæstu konu yfir samanlögð 4 kvöld af 6.

Við hvetjum alla til að mæta, þetta gæti ekki verið einfaldara: Fyrst er spaði tromp, svo hjarta, grand, tígull, lauf og nóló. Þetta er endurtekið fjórum sinnum.

Kaffi og kex í lok kvölds meðan farið er yfir að slagafjöldi sé rétt skráður.

Fyrir þá sem eru meira í að vera með en vinna, þá eru líka veitt ein lokaverðlaun hvert misseri til þess sem situr oftast við sama borðið!

ree

 
 
 

Recent Posts

See All
Á döfinni hjá Breiðfirðingafélaginu

Sæl verið þið öll, Það er alltaf nóg um að vera hjá Breiðfirðingafélaginu og frábærir félgasmenn sem halda uppi alls konar viðburðum. Kórinn æfir 2-3 í viku og alltaf hægt að bæta við röddum þar veri

 
 
 

Comments


Breiðfirðingafélagið

Faxafeni 14

108 Reykjavík

kennitala: 480169-1669

netfang: bf@bf.is

  • Facebook

bf.is  © 2025 Breiðfirðingafélagið    

bottom of page