top of page

Góður gestur á prjónakaffi 27. október

Sérstakur gestur á næsta prjónakaffi verður Herdís Gísladóttir, september hönnuður Icewear en í kynningu á fésbókarsíðu Icewear Garn segir:

Hönnuður september mánaðar er hún Herdís Gísladóttir.

Herdís lærði að prjóna átta ára gömul og fékk strax mikinn áhuga.

Uppskriftirnar hennar eru einfaldar og fallegar prjónauppskriftir fyrir börn en Herdís er hjúkrunarfræðingur og hefur starfað í yfir 20 ár á Vökudeild Landspítalans.

Í september mun Herdís kynna nýjar og skemmtilegar uppskriftir sem verða fáanlegar hjá Icewear garn.

 
 
 

Comments


Breiðfirðingafélagið

Faxafeni 14

108 Reykjavík

kennitala: 480169-1669

netfang: bf@bf.is

  • Facebook

bf.is  © 2025 Breiðfirðingafélagið    

bottom of page