top of page

Innheimta félagsgjalda

(Skrifað 14.október 2024)

Um þessar mundir er verið að senda innheimtukröfu í heimabanka félagsmanna vegna félagsgjalda fyrir starfsárið 2024-25.

Þetta er í fyrsta sinn sem félagsgjöld eru innheimt eftir að Barðstrendingafélagið og Breiðfirðingafélagið sameinuðust og þess vegna langar okkur að vekja sérstaka athygli á því.

Félagsgjöld eru ákveðin á aðalfundi félagsins og eru nú 3.500kr. eins og samþykkt var á síðasta aðalfundi. Innheimt er að hausti, venjulega í september eða október. Ekki eru sendir út greiðsluseðlar á pappír, heldur einungis kröfur í heimabanka.

 
 
 

Comments


Breiðfirðingafélagið

Faxafeni 14

108 Reykjavík

kennitala: 480169-1669

netfang: bf@bf.is

  • Facebook

bf.is  © 2025 Breiðfirðingafélagið    

bottom of page