Á döfinni hjá Breiðfirðingafélaginu
- Ólöf Inga Guðbjörnsdóttir
- Oct 30
- 1 min read
Sæl verið þið öll,
Það er alltaf nóg um að vera hjá Breiðfirðingafélaginu og frábærir félgasmenn sem halda uppi alls konar viðburðum.
Kórinn æfir 2-3 í viku og alltaf hægt að bæta við röddum þar verið ófeimin að hafa samband.https://www.bf.is/post/brei%C3%B0fir%C3%B0ingak%C3%B3rinn-2025-2026
Bridge er spilað á hverju sunnudagskvöldi kl 18 þar eru allir hjartanlega velkomnir. Aðgangseyrir 1.500 kr kaffi á könnunni.
Pjónakvöld eru annan hvern mánudag kl 19:30 aðgangseyrir 1000 kr, kaffi á könnunni og gotterí með því. Happdrætti á hverju kvöldi og oft koma skemmtilegir gestir sem kynna t.d. uppskriftir, garn eða annað handverk. Næsta kvöld er 10. nóvember.
Félagsvist er annan hvern fimmtudag kl 19:30 aðgangseyrir 1000 kr, kaffi á könnunni. Næsta félagsvist er 6. nóv. https://fb.me/e/9cpDvjhxq
Kótilettukvöldið 15. nóvember.
Þurfið að hafa hraðar hendur að panta miða. Mjög góð mæting þetta árið. https://www.bf.is/post/k%C3%B3tilettukv%C3%B6ld-1
Bingó verður haldið 28. nóvember https://fb.me/e/58pJE7qhR
Aðventukaffi 7. des
Þorrablót 31. janúar
_edited_edited_edited_edited.jpg)



Comments