Fréttir frá Breiðfirðingafélaginu
Breiðfirðingafélagið 80 ára
Í dag, 17. nóvember eru 80 ár liðin frá því að 67 manns mætti á fund í Oddfellowhúsinu í til að ræða stofnun félags Breiðfirðinga. Frummælandi á fundinum var Guðmundur Jóhannesson gjaldkeri, ættaður frá Skáleyjum, en hann átti eftir að vera formaður félagsins fyrstu sex árin. Fundarstjóri þetta kvöld var Andrés Straumland og Jóhannes úr Kötlum ritaði fundargerð af mikilli list. Fyrir fundinum lá uppkast að lögum félagsins sem undirbúningsnefnd hafði samið.
Vikan 11.-17. nóvember
Prjónakaffi í nóvember.
12.nóvember kl. 19:30
Jóhanna Pétursdóttir sýnir silkislæður og silkiklúta sem hún hefur hannað.
26. nóvember kl. 19:30
Eigandi verslunarinnar Amma mús sýnir ýmsar vörur úr versluninni.
Ólafur J. Borgþórsson prestur í Seljakirkju kemur í heimsókn.